Fréttir

Reiðhjólahjálmar afhentir 1. bekk

Í dag fengu krakkarnir í 1. bekk góða gjöf. Það voru reiðhjólahjálmar frá Kiwanisklúbbnum Drangey.
Lesa meira

Nemandi í lokaumferð Pangea stærðfræðikeppni

Nemendur í 8. bekk Varmahlíðarskóla tóku nýverið þátt í Pangea stærðfræðikeppni. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði. Eftir fyrstu umferð komust langflestir nemendur áfram í aðra umferð. Eftir aðra umferð náðu 50 nemendur úr 8. bekk áfram í lokaumferð og af þeim er einn nemandi Varmahlíðarskóla, Iðunn Holst. Hún mun taka þátt í lokakeppninni þann 27. apríl. Þess má geta að það voru 2.129 nemendur sem tóku þátt í upphafi.
Lesa meira

1. og 2. bekkur í heimsókn á Víðimel

Í dag var 1. og 2. bekk boðið að koma í heimsókn og skoða dýragarðinn á Víðimel. Þetta var ákaflega skemmtileg og fróðleg ferð.
Lesa meira

Hefðbundið skólastarf eftir páska

Skólastarf Varmahlíðarskóla hefst miðvikudaginn 7. apríl líkt og gert var ráð fyrir. Skólastarf verður með hefðbundnu sniði, kennt skv. stundaskrá, þ.e. skóladagur í fullri lengd og kennsla í öllum námsgreinum.
Lesa meira

Verðlaun í Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar í Skagafirði

Í vikunni fengu tveir nemendur Varmahlíðarskóla afhent verðlaun í Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar í Skagafirði.
Lesa meira

Skóla lokað vegna sóttvarnaraðgerða

Frá miðnætti eru hertar sóttvarnaraðgerðir og skólum lokað. Því viljum við ítreka að það er EKKI skóli á morgun, fimmtudag og föstudag (25.-26. mars). Kennsla fellur niður og páskaleyfi hefst hjá nemendum frá og með morgundeginum. Frekari upplýsingar verða sendar um fyrirkomulag skólahalds eftir páskaleyfi um leið og þau mál skýrast.
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var þann 17. mars

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar hjá 7. bekkjum grunnskólanna í Skagafirði fór fram í bóknámshúsi FNV þann 17. mars. sl. í tuttugasta sinn.
Lesa meira

Útinám í stærðfræði

3. og 4. bekkur skelltu sér í útikennslu í stærðfræði í dag. Hér má sjá nokkrar myndir frá því.
Lesa meira

Ferð í Tindastól

Skíðaferð þriðja, fjórða, fimmta, áttunda og níunda bekks í Tindastóls í dag tókst með ágætum. Það voru brosmildir nemendur og starfsmenn sem komu heim að loknum vel heppnuðum skíða- og brettadegi í fjallinu.
Lesa meira

Skólahaldi aflýst í dag

Skólahaldi er aflýst í dag, fimmtudaginn 11. mars, vegna veðurs og ófærðar.
Lesa meira