05.04.2022
Í dag, þriðjudag 5.apríl, voru nemendur í 1. og 2.bekk að búa til beinagrind í útikennslutímanum.
Lesa meira
05.04.2022
Í vikunni samþættum við stærðfræði og forritun hjá nemendum í 1. og 2.bekk.
Lesa meira
04.04.2022
Árshátíð 8.-10. bekkjar Varmahlíðarskóla verður haldin hátíðleg í Menningarhúsinu Miðgarði, kl. 19:00 miðvikudagskvöldið 6. apríl. Nemendur sýna söngleikinn Með allt á hreinu eftir Ágúst Guðmundsson, Eggert Þorleifsson og Stuðmenn.
Að lokinni leiksýningu verður unglingaball, þar sem hljómsveitin Ástarpungarnir sér um stuðið!
Nemendur Árskóla og GaV geta nýtt frístundastrætó á sýningu og ball. Skráning gegnum Nóra, frekari upplýsingar á facebook síðu Húss frítímans.
Lesa meira
31.03.2022
Föstudagurinn 1. apríl verður blár dagur í Varmahlíðarskóla. Þá hvetjum við nemendur og starfsfólk til að klæðast einvherju bláu til að sýna samstöðu með einhverfum, jákvæðni og gleði en alþjóðlegur dagur einhverfra er á laugardaginn 2. apríl. Fram til þessa hefur blár litur einkennt daginn en nú hefur styrktarfélag barna með einhverfu tekið í notkun nýtt merki, fiðrildi, þar sem fleiri litir hafa bæst við og vill félagið fagna fjölbreytileikanum með einstökum apríl. Blái liturinn verður þó áfram partur af litrófi merkisins og útliti. Nýju litirnir eru sagðir meira lýsandi fyrir fjölbreytileika einhverfurófsins og þeir komi betur til móts við óskir einhverfra sjálfra.
Vissir þú að einhverfa er ekki sjúkdómur? Vissir þú að einhverfa er yfirleitt meðfædd? Á heimasíðu Einhverfusamtakanna og hjá Félagi barna með einhverfu, á síðunni einstakurapril.is er að finna góðar upplýsingar um einhverfu.
Einnig veita stuttmyndbönd einhverfusamtakanna góða innsýn í líf og áskoranir ungs fólks með einhverfu.
Lesa meira
25.03.2022
Árshátíð yngsta- og miðstigs verður í Miðgarði 30. mars kl. 15.
Miðasala á staðnum.
Allir velkomnir . Yngsta stig sýnir Í Ævintýralandinu og miðstig Emil í Kattholti.
Lesa meira
24.03.2022
Föstudaginn 25. mars ætlum við að halda fjólubláan dag í Varmahlíðarskóla og hvetjum alla til að klæðast einhverju fjólubláu. Tilefnið er aðlþjóðlegur dagur til vitundarvakningar um flogaveiki eða Purple Day - Fjólublái dagurinn sem er laugardaginn 26. mars.
Lesa meira
14.03.2022
Vegna versnandi veðurs og appelsínugulrar viðvörunar, þá lýkur skóla kl. 12:00 í dag. Nemendur borða hádegismat áður en haldið er heim. Frístund verður opin fyrir skráð börn.
Lesa meira
09.03.2022
Vegna veikinda hefur árshátíð unglingadeildar verið frestað um óákveðinn tíma. Það er þó mikill hugur í nemendum og starfsfólki að blása til veglegrar sýningar og mun tímasetning verða ráðin á næstunni. Í þetta sinnið er það hin íslenska klassík, Með allt á hreinu, sem nemendur munu sýna.
Við hvetjum alla að fylgjast með fréttum af nýrri tímasetningu!
Lesa meira
09.03.2022
Í dag fengum við góða heimsókn. Emil Hauksson frá Kiwanisklúbbnum Drangey og Hannes Ingi Másson lögreglumaður komu færandi hendi með endurskinsvesti sem þeir færðu öllum nemendum 1. bekkjar. Gjöfin er frá Kiwanisklúbbnum Drangey og VÍS, Vátryggingafélagi Íslands. Í fyrra færðu þessir sömu aðilar öllum nemendum í 1.-6. bekk endurskinsvesti og því var þessi viðbót kærkomin. Í heimsókninni ræddu þeir við nemendur 1.-4. bekkjar um mikilvægi þess að nota endurskinsvestin, sérstaklega í skammdeginu þegar mörg þeirra ganga niður á veg og bíða í myrkri eftir skólabíl.
Varmahlíðarskóli þakkar Kiwanisklúbbnum Drangey og VÍS kærlega fyrir gjöfina.
Lesa meira