Árshátíð 8.-10. bekkjar Varmahlíðarskóla verður haldin hátíðleg í Menningarhúsinu Miðgarði, kl. 19:00 miðvikudagskvöldið 6. apríl. Nemendur sýna söngleikinn Með allt á hreinu eftir Ágúst Guðmundsson, Eggert Þorleifsson og Stuðmenn.
Að lokinni leiksýningu verður unglingaball, þar sem hljómsveitin Ástarpungarnir sér um stuðið!
Nemendur Árskóla og GaV geta nýtt frístundastrætó á sýningu og ball. Skráning gegnum Nóra, frekari upplýsingar á facebook síðu Húss frítímans.