Fréttir

Flösku- og dósasöfnun - fjáröflun 10. bekkjar

Er vortiltekt framundan? Þarftu endilega að losna við flöskur og dósir? Heppnin er með þér - 10. bekkur Varmahlíðarskóla verður á ferðinni á næstu dögum að safna flöskum fyrir útskriftarferð sína til Danmerkur. Takið vel á móti þeim.
Lesa meira

Drög að skóladagatali 2022-2023

Það liggja fyrir drög að skóladagatali Varmahlíðarskóla fyrir næstkomandi skólaár. Skóladagatalið hefur verið til umfjöllunar í starfsmannahópi og með hagsmunaaðilum skólasamfélagsins í skólaráði. Samkvæmt ákvörðun skólaráðs var ákveðið að birta drögin en framundan er að fjallað verður um skóladagatalið á næsta fundi skólaráðs í lok mánaðar og það síðan lagt fyrir ráðið til endanlegrar samþykktar.
Lesa meira

Beinagrind í útikennslu

Í dag, þriðjudag 5.apríl, voru nemendur í 1. og 2.bekk að búa til beinagrind í útikennslutímanum.
Lesa meira

Stærðfræði og forritun

Í vikunni samþættum við stærðfræði og forritun hjá nemendum í 1. og 2.bekk.
Lesa meira

Árshátíð unglingastigs 6. apríl kl. 19:00

Árshátíð 8.-10. bekkjar Varmahlíðarskóla verður haldin hátíðleg í Menningarhúsinu Miðgarði, kl. 19:00 miðvikudagskvöldið 6. apríl. Nemendur sýna söngleikinn Með allt á hreinu eftir Ágúst Guðmundsson, Eggert Þorleifsson og Stuðmenn. Að lokinni leiksýningu verður unglingaball, þar sem hljómsveitin Ástarpungarnir sér um stuðið! Nemendur Árskóla og GaV geta nýtt frístundastrætó á sýningu og ball. Skráning gegnum Nóra, frekari upplýsingar á facebook síðu Húss frítímans.
Lesa meira

Blár dagur 1. apríl

Föstudagurinn 1. apríl verður blár dagur í Varmahlíðarskóla. Þá hvetjum við nemendur og starfsfólk til að klæðast einvherju bláu til að sýna samstöðu með einhverfum, jákvæðni og gleði en alþjóðlegur dagur einhverfra er á laugardaginn 2. apríl. Fram til þessa hefur blár litur einkennt daginn en nú hefur styrktarfélag barna með einhverfu tekið í notkun nýtt merki, fiðrildi, þar sem fleiri litir hafa bæst við og vill félagið fagna fjölbreytileikanum með einstökum apríl. Blái liturinn verður þó áfram partur af litrófi merkisins og útliti. Nýju litirnir eru sagðir meira lýsandi fyrir fjölbreytileika einhverfurófsins og þeir komi betur til móts við óskir einhverfra sjálfra. Vissir þú að einhverfa er ekki sjúkdómur? Vissir þú að einhverfa er yfirleitt meðfædd? Á heimasíðu Einhverfusamtakanna og hjá Félagi barna með einhverfu, á síðunni einstakurapril.is er að finna góðar upplýsingar um einhverfu. Einnig veita stuttmyndbönd einhverfusamtakanna góða innsýn í líf og áskoranir ungs fólks með einhverfu.
Lesa meira

Árshátíð yngsta- og miðstigs

Árshátíð yngsta- og miðstigs verður í Miðgarði 30. mars kl. 15. Miðasala á staðnum. Allir velkomnir . Yngsta stig sýnir Í Ævintýralandinu og miðstig Emil í Kattholti.
Lesa meira

Fjólublár dagur - vitundarvakning um flogaveiki

Föstudaginn 25. mars ætlum við að halda fjólubláan dag í Varmahlíðarskóla og hvetjum alla til að klæðast einhverju fjólubláu. Tilefnið er aðlþjóðlegur dagur til vitundarvakningar um flogaveiki eða Purple Day - Fjólublái dagurinn sem er laugardaginn 26. mars.
Lesa meira