17.05.2022
Í dag, 17.maí, voru nemendur í 1. - 4. bekk í útieldun í útikennslutímanum.
Lesa meira
16.05.2022
Við vekjum sérstaka athygli á því að skólaslit verða mánudaginn 30. maí kl. 17:00 í Miðgarði. Þar munu allir nemendur skólans fá afhent vitnisburðarblöð sín og foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir. Boðið verður uppá kaffi í Varmahlíðarskóla að lokinni athöfn.
Lesa meira
16.05.2022
Við vekjum sérstaka athygli á því að skólaslit verða mánudaginn 30. maí kl. 17:00 í Miðgarði. Þar munu allir nemendur skólans fá afhent vitnisburðarblöð sín og foreldrar og aðrir aðstandendur eru velkomnir. Boðið verður uppá kaffi í Varmahlíðarskóla að lokinni athöfn.
Þetta er breyting frá því sem áður var áætlað í skóladagatali, skólaslitin eru færð fram um einn dag, með samþykki og í samráði við skólaráð.
Lesa meira
12.05.2022
Innritun nemenda í 1. bekk Varmahlíðarskóla skólaárið 2022-2023 er hafin (börn fædd 2016).
Innritun fer fram með rafrænt, með því að smella á eftirfarandi hlekk og fylla út innritunareyðublaðið Innritun nemenda. Einnig bendum við á rafræna skráningu í frístund fyrir næsta skólaár. Aðstoð eða nánari upplýsingar er hægt að fá hjá skólaritara.
Lesa meira
06.05.2022
Varmahlíðarskóli sigraði 6. riðil í undankeppni skólahreystis og er því búið að tryggja sér sæti í úrslitum sem fara fram í Laugardalshöll 21. maí. Í upphafi keppni varð strax ljóst að Varmahlíðarskóli ætlaði sér sigur en við vorum efst í tveimur af fjórum einstaklingsgreinum áður en kom að hinni æsispennandi hraðaþraut sem við unnum með yfirburðum. Til gamans má geta þess að þetta er sjötta árið í röð sem skólinn tryggir sér þátttöku í úrslitum. Alls átta sinnum hefur Varmahlíðarskóli komist í úrslit af þeim tólf skiptum sem skólinn hefur tekið þátt.
Lesa meira
06.05.2022
Nemendur í 5. - 7. bekk tóku þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna á dögunum og sendu inn nokkuð margar hugmyndir. Af 25 hugmyndum sem komust áfram til að taka þátt í vinnusmiðju NKG 2022 í Reykjavík áttu þær Sigurbjörg Inga Sigfúsdóttir og Sigurbjörg Svandís Guttormsdóttir eina. Hugmynd þeirra er LBHA app (LesBlinduHjálparAppið) sem hjálpar lesblindum að lesa og skrifa. Vinnustofan verður haldin í Háskóla Reykjavíkur, dagana 19. og 20. maí næstkomandi.
Lesa meira
06.05.2022
Nemendur í 8. og 9. bekk Varmahlíðarskóla tóku nýverið þátt í Pangea stærðfræðikeppni. Aðalmarkmið keppninnar er að vekja áhuga hjá ungu fólki á stærðfræði. Eftir fyrstu umferð komust nokkuð margir nemendur áfram í aðra umferð úr báðum bekkjum. Í þriðju og síðustu umferðina komust um 160 nemendur af rúmlega 4000 nemendum sem tóku þátt í keppninni og áttum við þar einn nemanda hann Daníel Smára Sveinsson sem stóð sig mjög vel.
Lesa meira
04.05.2022
Skólahreystilið Varmahlíðarskóla er á leiðinni til Akureyrar. Það er nefnilega komið að því að keppa í skólahreysti. Loksins mega gestir fylgja með í höllina og því fór dygg stuðningssveit unglingastigs Varmahlíðarskóla með til að hvetja sitt fólk til dáða. Það er spenna og það er gríðarleg eftirvænting. Krakkarnir hafa æft stíft og lagt mikið á sig undir dyggri leiðsögn Línu íþróttakennara.
Varmahlíðarskóli er í 6. riðli, kl. 17:00 í dag á Akureyri. Keppnin er í beinni útsendingu á RÚV. Með okkur í riðli er Árskóli, Borgarhólsskóli, Egilsstaðaskóli, Fellaskóli, Grunnskólinn austan Vatna, Húnavallaskóli og Oddeyrarskóli. Einkennislitur okkar er grænn eins og svo oft áður.
Skólahreystilið 2022 skipa: Arndís Katla Óskarsdóttir, Hákon Kolka Gíslason, Ronja Guðrún Kristjánsdóttir og Trausti Ingólfsson. Til vara eru: Ísak Agnarsson og Bríet Bergdís Stefánsdóttir.
Við óskum liðinu góðs gengis, fylgist endilega með á RÚV kl. 17:00 og áfram Varmahlíðarskóli!!!
Lesa meira
27.04.2022
Stóra upplestrarkeppni 7. bekkinga í Skagafirði fór fram í gær við hátíðlega athöfn. Keppnin var haldin í bóknámshúsi FNV á Sauðárkróki. Að sögn Þórðar Helgasonar, formanns dómnefndar, var keppnin jöfn og verkefni dómara margslungið. Niðurstaðan var sú að Iðunn Kolka Gísladóttir, nemandi Varmahlíðarskóla hreppti fyrsta sætið.
Lesa meira
26.04.2022
Föstudaginn 8. apríl var upplestrarhátíð haldin í Varmahlíðarskóla, þar sem nemendur í 7. bekk lásu upp ljóð og sögubrot. Foreldrum var boðið til hátíðarinnar og nemendum í 6. bekk.
Lokahátíðin fer fram í dag, 26. apríl kl. 17:00, í bóknámshúsi FNV og óskum við okkar fulltrúum góðs gengis.
Lesa meira