Allir nemendur og starfsmenn drifu sig út í morgunsárið til að fylgjast með þegar kveikt er á jólatrénu og ártalinu upp í skógi. Síðan dönsuðum við í kringum jólatréð og sungum nokkur vel valin jólalög við harmonikkuundirleik hjá Stefáni Gíslasyni. Eftir viðburðinn fórum við öll saman í morgunmat þar sem boðið var upp á mandarínur, heitt skinkubrauð og kakó. Mjög notaleg samverustund í skammdeginu og byrjun aðventu.