Árlegt forvarnarátak Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og HMS hófst 1. nóvember og mun átakið vara út desember. Með forvarnarátakinu er verið að hvetja fólk til að huga að mikilvægasta öryggistæki heimilisins, reykskynjaranum.
Í dag, föstudag 2. desember, komu slökkviliðsmenn í heimsókn til nemenda í 3. bekk af því tilefni. Þeir fóru yfir mikilvægi eldvarna á heimilum og í skólum. Kynntu fyrir okkur hvernig slökkvitæki og reykskynjarar virka og mikilvægi þess að hafa það á heimilum. Nemendur fengu afhent litabók, eldvarnagetraun, bókamerki, endurskinsmerki og eldvarnabók. Gott að fá þessa heimsókn í aðdraganda jólanna og fara yfir mikilvægi eldvarna.