Fréttir

Upplestrarhátíð 7. bekkjar

Upplestrarhátíð 7. bekkjar Varmahlíðarskóla var haldin hátíðleg í dag að viðstöddum foreldrum lesara. Kynnar hátíðarinnar voru fulltrúar skólans frá fyrra ári, Kolbeinn Maron L. Bjarnason og Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir.
Lesa meira

Samræmdum prófum frestað vegna tæknilegra vandamála

Í dag komu upp tæknileg vandamál þegar samræmt próf í íslensku var lagt fyrir nemendur 9. bekkjar á landsvísu. Þess vegna hefur Menntamálastofnun ákveðið að fresta prófum sem vera áttu á morgun í stærðfræði og miðvikudag í ensku. Skólinn sendir út tilkynningu síðar þegar ákveðið hefur verið hvenær prófin verða lögð fyrir.
Lesa meira

Nýsköpunarkeppni 5. bekkjar

Nemendur 5.bekkjar tóku þátt í eins konar æfingabúðum uppfinningamanna í vikunni. Verkefnið kallast Nýsköpunarkeppni 5.bekka í Skagafirði og stýrði Ingvi Hrannar Ómarsson því. Hann dvaldi eina dagsstund í hverjum skóla og sýndi nemendum ýmsar gamlar og góðar uppfinningar sem komist hafa á markað og eru orðnar vel þekktar.
Lesa meira

Starfsdagur mánudaginn 15. mars

Athugið að mánudaginn 15. mars verður starfsdagur í Varmahlíðarskóla. Það er tilfærsla á starfsdegi sem var fyrirhugaður 5. nóv. en frestað um óákveðinn tíma vegna aðstæðna. Skóladagatal hefur verið uppfært á heimasíðu skólans. Breytingarnar eru að höfðu samráði og með samþykki skólaráðs.
Lesa meira

Skíðaferð í Tindastól

Í gær fóru nemendur fyrsta, annars, sjötta, sjöunda og tíunda bekks í skíðaferð í Tindastól. Veðrið var falleg og færi var gott. Heilt yfir gekk ferðin vel. Stefnt er að annari ferð á mánudag með þá árganga sem ekki fóru í gær. Með fréttinni fylgja myndir frá gærdeginum.
Lesa meira

Árshátíð yngsta stigs

Árshátíð 1.-4.bekkjar var haldin þriðjudaginn 16.febrúar síðastliðinn í Miðgarði. Leikritið Herramennirnir var sett upp og höfðu allir nemendur hlutverk í leikritinu. Umsjónarkennarar sáu um skipulag og leikstjórn.
Lesa meira

Öskudagur í Varmahlíðarskóla

Í tilefni Öskudags var skólastarf brotið upp eftir fyrstu kennslustundir dagsins. Vinabekkir fóru saman í gönguferð um Varmahlíð ásamt starfsfólki. Hóparnir heimsóttu fyrirtæki og vildarvini.
Lesa meira

Íbúasamráðsfundir vegna mótunar skólaumhverfis í Varmahlíð

Vilt þú koma skoðun þinni á framfæri? Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur stefna sameiginlega að uppbyggingu skólamannvirkja fyrir leik-, grunn- og tónlistarskóla á einum stað í núverandi húsnæði Varmahlíðarskóla. Leitað er að áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í undirbúningi í mótun skólaumhverfis í Varmahlíð. Markmiðið er að ná fram sjónarmiðum ólíkra hagsmunahópa í vinnu við gerð þarfagreiningar vegna leik- og grunnskóla og hönnunar á umhverfi skólans. Við hönnunina verður eftir því sem unnt er haft að leiðarljósi að ákveðnir þættir þeirrar starfsemi sem nú fara fram í húsinu geti einnig þjónað nærsamfélaginu með víðtækari hætti. Gert er ráð fyrir tveimur hópavinnufundum þar sem farið verður í gegnum hugmyndir sem nýttar verða við undirbúning hönnunar. Leitað er að einstaklingum á öllum aldri sem búa og sækja þjónustu á svæðinu.
Lesa meira

Skólahópur í heimsókn hjá 3.- 4.bekk

Skólahópur leikskólans kom í heimsókn hjá nemendum í 3. - 4.bekk í dag.
Lesa meira

Leikskólaheimsókn hjá 3.-4.bekk

Nemendur í 3.-4.bekk fóru í leikskólaheimsókn í dag.
Lesa meira