Fréttir

Skólahald á tímum COVID-19

Við viljum vekja athygli á að við höfum uppfært upplýsingar á heimasíðu skólans varðandi skólahald á tímum COVID-19. Við leggjum ríka áherslu á sóttvarnir og varúðarráðstafanir í skólanum og fylgjum í hvívetna tilmælum almannavarna. Í sömu andrá erum við að leggja allt kapp á að skólastarf sé heðfbundið. Að dagskrá og skóladagur nemenda raskist sem minnst og að aðgerðir okkar séu ekki að vekja óþarfa ótta eða áhyggjur. Við þurfum öll að standa saman og fara varlega.
Lesa meira

Skóladagatal uppfært, hefðbundinn skóladagur á miðvikudag

Skóladagatal Varmahlíðarskóla hefur verið uppfært hér á heimasíðu. Við viljum vekja sérstaka athygli á að miðvikudagurinn 14. október er hefðbundinn skóladagur. Fyrirhuguðum starfsdegi sem vera átti þann dag hefur verið frestað til 4. febrúar með samþykki skólaráðs.
Lesa meira

Nemendaráð og kosning formanna

Í morgun fór fram framboðsfundur og kosning formanna nemendaráðs Varmahlíðarskóla fyrir núverandi skólaár. Þar fluttu nemendur 10. bekkjar framboðsræður fyrir alla nemendur í 7.-10. bekk og í framhaldinu var gengið til kosninga. Á framboðsræðum mátti sjá að nemendur voru vel undirbúnir, ræðurnar málefnalegar og framkoma til fyrirmyndar. Niðurstaða kosninga er að Kristinn Örn Guðmundsson og Lydía Einarsdóttir eru formenn nemendaráðs. Til vara eru Jóel Agnarsson og Lilja Diljá Ómarsdóttir. Þar með er nemendaráð skólaársins orðið fullmannað en nemendur í 6.-9. bekk höfuð áður valið fulltrúa innan hvers árgangs.
Lesa meira

Náttúrusýnikennsla

Fimmtudaginn 24.september kom garðyrkjufræðingurinn Sigrún Indriðadóttir með ýmiss konar tegundir af laufblöðum, fræjum, könglum og barri og var með fræðslu og sýnikennslu fyrir nemendur í 3.- 4.bekk. Nemendur voru mjög áhugasamir og gekk sýnikennslan afar vel. Þökkum við Sigrúnu kærlega fyrir heimsóknina.
Lesa meira

Varúð vegna vegaframkvæmda í Varmahlíð

Um þessar mundir eru miklar vegaframkvæmdir á veginum upp að Varmahlíðarskóla. Stór og mikil vinnutæki að störfum sem vegfarendum getur stafað hætta af. Nemendur skólans hafa ekki leyfi til að yfirgefa skólalóð á skólatíma. Í vettvangsferðum okkar með nemendur leggjum við áherslu á að nota gönguleiðir sunnar eða norðar í hverfinu. Nú þegar íþrótta- og tómstundastarf fer af stað og umferð gangandi barna eykst að loknum skóladegi biðlum við til foreldra að eiga samtal við börnin um að ganga ekki veginn þar sem framkvæmdirnar eru. Það er afar mikilvægt að allir vegfarendur sýni sérstaka aðgát og þolinmæði. Þannig tryggjum við betur öryggi okkar og annarra.
Lesa meira

Skólasetning og fyrsti skóladagur þriðjudaginn 25. ágúst

Skólasetning og fyrsti skóladagur Varmahlíðarskóla verður þriðjudaginn 25. ágúst kl. 9:00. Skólabílar aka. Nemendur koma saman á skólastigum, yngsta stig, miðstig og unglingastig, þar sem skóli verður settur og síðan tekur við skóladagur til kl. 12:00. Foreldrum er frjálst að fylgja sínum börnum ef þeir kjósa en við minnum á ráðstafanir v.covid (2 metrar og sótthreinsun). Við hlökkum til að sjá ykkur og til samstarfsins á komandi skólaári.
Lesa meira

Skráning í frístund, starfsemi frá 18. ágúst

Opið er fyrir skráningu barna í frístund á komandi skólaári. Foreldrar eru hvattir til að skrá börn sín sem fyrst. Skráning er rafræn. Starfsemi frístundar hefst 18. ágúst, viku fyrir skólasetningu.
Lesa meira

Skólahreysti í sjónvarpi allra landsmanna!

N.k. miðvikudag kl. 19:40 sýnir RÚV riðlakeppni skóla á norðulandi og á Akureyri, en það eru einu keppnirnar sem haldnar voru fyrir samkomubann vegna Covid-19. Í þættinum sjáum við okkar fólk þegar það vann sinn riðill, en liðið skipa Herdís Lilja, Lydía, Óskar Aron og Steinar Óli. Til var voru Einar og Þóra Emilía.
Lesa meira

Þemadagar

Í dag hófust þriggja daga þemadagar í Varmahlíðarskóla. Aðal markmið daganna eru hreyfing, útivera og hreinsun umhverfisins. Nemendur vinna saman í fimm hópum og fara milli stöðva. Á meðan einn hópur hreinsar upp fallin tré og greinar í skóginum eftir stormasaman vetur, er annar hópur í sundþrautum, þriðji í brennó, fjórði týnir rusl í nærumhverfi skólans og fimmti spreytir sig á ýmsum leikjum í íþróttahúsinu. Eftir hvern tíma skipta svo hópar um stöðvar.
Lesa meira

Þakkarhátíð vinaliða

Í síðustu viku var haldin þakkarhátíð fyrir þá vinaliða sem starfa hafa þennan skólavetur. Eldri hópurinn hefur starfað allan veturinn, en sá yngri frá áramótum. Hersingin fór á Sturlungasýninguna í 1238, fengu á sjá sýninguna en líka að prófa allskyns sýndarveruleiki. Pizzahlaðborð mettaði maga allra milli leikja.
Lesa meira