Árshátíð 1.-4.bekkjar var haldin þriðjudaginn 16.febrúar síðastliðinn í Miðgarði. Leikritið Herramennirnir var sett upp og höfðu allir nemendur hlutverk í leikritinu. Umsjónarkennarar sáu um skipulag og leikstjórn. Árshátíðaræfingar voru búnar að vera daga og vikur á undan og stóðu nemendur sig frábærlega í þeirri vinnu. Margt þarf að hafa í huga í æfingaferlinu, t.d. læra línur, finna búninga, æfa atriði og margt fleira. Allan þann tíma voru nemendur áhugasamir, duglegir og samviskusamir að læra sínar línur og gera sitt besta.
Vegna Covid-reglna mátti bara bjóða foreldrum og systkinum á leik- og grunnskólaaldri á árshátíðina og viljum við þakka þeim fyrir góða stund.
Eins og sést á þessum myndum þá skemmtu allir sér konunglega í æfingaferlinu og á árshátíðinni sjálfri.
Sýningin var tekin upp og verður gerð aðgengileg á næstunni.