20.05.2020
Skólaárinu 2019-2020 er að ljúka. Skólaráð og fræðsluyfirvöld hafa samþykkt skóladagatal næsta skólárs. Skólastarf nemenda hefst 25. ágúst næstkomandi.
Lesa meira
15.05.2020
Innritun nemenda í 1. bekk Varmahlíðarskóla skólaárið 2020-2021 er hafin (börn fædd 2014).
Lesa meira
13.05.2020
Í síðustu viku heldu nemendur í 10. bekk íþróttamaraþon í einn sólarhring. Fram að þessu hefur íþróttamaraþonið verið haldið sem hluti af fjáröflun elstu nemenda fyrir útskriftarferð þeirra til Danmerkur, venjulega vikuna fyrir páskafrí. Vikurnar fyrir hafa nemendur verið búnir að safna áheitum hjá fyrirtækjum. Eins og alþjóð veit hefur samkomubann vegna Covid-19 komið í veg fyrir hvers kyns samkomur og þ.m.t. safnanir nemenda. 10. bekkingarnir fóru hinsvegar á leit við skólastjóra að þeir fengju þó að halda maraþonið þó ekki yrði af áheitasöfnun. Í 24 klukkustundir sprikluðu og spörkuðu nemendur, stunduðu jóga, fóru í eltingaleik, teygðu sig og toguðu, lyftu lóðum og framkvæmdu hverskyns hreyfingar sem þeim datt í hug.
Lesa meira
07.05.2020
Í dag fengu krakkarnir í 1. bekk góða gjöf. Það voru reiðhjólahjálmar frá Kiwanisklúbbnum Drangey. Að þessu sinni voru hjálmarnir afhentir hér við skólann. Það var Karl Lúðvíksson sem afhenti hjálmana fyrir hönd klúbbsins með ósk um allt það besta og velferð í umferðinni.
Lesa meira
04.05.2020
Ingvi Hrannar Ómarsson kennari og kennsluráðgjafi er í háskólanámi í upplýsingatækni við Stanford háskóla í Bandaríkjunum í vetur.
Eitt af verkefnum hans er að búa til app/forrit/heimasíðu sem tímastjórnunartæki fyrir stöðvavinnu hjá nemendum og eru nemendur í 3.- 4.bekk að prufukeyra þetta forrit á næstu dögum.
Nemendur munu vinna með það nokkrum sinnum og gefa svo endurgjöf. Verkefnið gengur út á það að kennarinn fær aðgang inn á heimasíðu og þar er hægt að setja inn nöfn nemenda, setja inn hópaskiptingar, nota niðurteljara fyrir stöðvarnar og spila rólega tónlist.
Við hlökkum til að prufukeyra verkefnið.
Lesa meira
03.05.2020
Frá 4. maí verður hefðbundið skólastarf í Varmahlíðarskóla. Skóladagar í maí verða samkvæmt stundaskrá hjá öllum námshópum með vorívafi eins og vant er. Kennarar senda nánari vordagskrá síðar. Mötuneytið mun starfa í maí og boðið upp á bæði morgunmat og hádegismat. Nestistímanum er þar með lokið. Matseðill maímánaðar er kominn á vefinn.
Sundkennsla fellur niður í næstu viku vegna viðhaldsvinnu í sundlaug. Mikilvægt að börnin séu klædd eftir veðri, útivera og útiíþróttir verða í vaxandi mæli með hækkandi sól.
Kveðja, stjórnendur
Lesa meira
22.04.2020
Við sendum okkar bestu óskir um gleðilegt sumar um leið og við minnum á að á morgun, sumardaginn fyrsta er frí í skólanum og á föstudaginn 24. apríl er starfsdagur samkvæmt skóladagatali. Þann dag er einnig frí hjá nemendum. Síðasta vika aprílmánaðar verður með skertu skólahaldi líkt og síðustu daga í samkomubanni. Hefðbundið skólastarf hefst að nýju 4. maí með kennslu samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira
22.04.2020
Í starfi umboðsmanns barna er skýr áhersla lögð á 12. gr. Barnasáttmálans, og unnið að því markmiði að við mótun stefnu og töku ákvarðana sem varða börn verði ávallt leitað eftir og tekið tillit til sjónarmiða þeirra, enda búa börn yfir einstakri reynslu og þekkingu sem og innsýn í málefni og reynsluheim barna.
Við lifum á sögulegum tímum þar sem ýmsar samfélagslegar breytingar hafa orðið í kjölfar þess faraldurs sem nú stendur yfir. Umboðsmaður barna vill gjarnan heyra frá börnum og fá þeirra sýn og reynslu af því að vera barn á þessum tímum.
Lesa meira
03.04.2020
Starfsfólk Varmahlíðarskóla sendir kærar páskakveðjur nemenda og foreldra. Vonandi njótið þið frídaganna með ykkar nánustu og gerið eitthvað skemmtilegt heima við.
Lesa meira
25.03.2020
Í dag tókum við stjórnendur stutta fjarfundi með kennurum hvers stigs fyrir sig og fórum yfir hvernig kennslu er háttað. Segja má að kennarar séu almennt ánægðir hvernig til hefur tekist þessa daga sem liðnir eru. Auðvitað eru áherslur ólíkar eftir aldri nemenda.
Lesa meira