Í Varmahlíðarskóla er laust 80% starf skólaliða frá byrjun janúar og út maí 2021. Hefur þú áhuga á starfi með börnum? Viltu starfa með okkur?
Skólaliði tekur þátt í því uppeldis- og skólastarfi sem fer fram innan skólans. Hann gætir og leiðbeinir nemendum í margskonar aðstæðum inni sem úti. Tekur á móti nemendum þegar þeir koma í skóla, hefur umsjón með nemendum í frímínútum og vegna lengri viðveru. Veitir aðstoð í matsal og mötuneyti. Skólaliði aðstoðar nemendur með fatnað ef þarf og fylgir nemendum á milli kennslusvæða. Skólaliði veitir fyrstu hjálp ef slys ber að höndum. Skólaliði sinnir daglegri ræstingu, aðstoðar við uppröðun og tilfærslu á húsgögnum og heldur húsnæði og lóð skólans hreinni og snyrtilegri.