Lilja Gunnlaugsdóttir gaf nýverið út bókina Dagbókin mín og ákvað að færa öllum nemendum 4. bekkjar, í grunnskólum Skagafjarðar, bókina að gjöf. Vegna aðstæðna gat hún því miður ekki komið sjálf og afhent börnunum bókina. Bókin er þakklætisdagbók, byggð á hugmyndafræði vaxandi hugarfars sem byggir á jákvæðri sálfræði. Bókin inniheldur 65 daga dagbók sem hægt er að fylla út í daglega og styðja lesandann til hugsana um fyrir hvað þeir eru þakklátir, um líðan og hegðun auk annarra verkefna. Námsráðgjafi kynnti bókina fyrir nemendum í skólanum auk þess sem foreldrar nemenda í 4. bekk hafa fengið frekari upplýsingar og kynningu á bókinni í tölvupósti. Við bindum vonir við að bókin verði vel nýtt og sendum Lilju hjartans þakkir fyrir góða gjöf.