Fréttir

Kakóferð á Hótel Varmahlíð

Nemendur í 1.-4.bekk lögðu land undir fót og fór í gönguferð niður á Hótel Varmahlið þar sem við þáðum veitingar af staðarhöldurum.
Lesa meira

Bókagjöf

Skólabókasafni Varmahlíðarskóla barst á dögunum peningagjöf frá Kiwanis klúbbnum Freyju á Sauðárkróki. Gjöfin var nýtt til að kaupa nýútgefnar barnabækur sem ungir lesendur hafa beðið spenntir eftir að fá í hendur. Við sendum Kiwaniskonum kærar þakkir fyrir.
Lesa meira

Jólaföndur

Fimmtudaginn 2.desember síðastliðinn var jólaföndur í skólanum.
Lesa meira

Jólatré og jólaljós

Nemendur 4. bekkjar fóru í árlega vettvangsferð í síðustu viku til að fella og sækja jólatré. Þessi hefð er afar notaleg og ævintýri í hvert sinn. Búið var að undirbúa leiðangurinn en svo fór að tréð sem átti upphaflega að sækja fannst ekki aftur, snjókoma næturinnar hafði breytt ásýnd skógarins og þrátt fyrir talsverða leit fannst það ekki. Því þurfti að leita að öðru tré og vakti þetta ansi mikla kátínu. Þegar tréð var fundið hófust nemendur handa við að saga og fella tréð. Vaskir og kraftmiklir krakkar voru nú ekki lengi að því. Þau voru heldur ekki lengi að taka tréð á milli sín og tölta saman syngjandi kát með fenginn niður á skólalóð. Það er orðin hefð, við upphaf aðventu, að allir nemendur og starfsfólk skólans fari út, telji niður og formenn nemendaráðs tendra jólaljósin á trénu við skólann. Á sömu stundu er kveikt á ártali og stjörnu í Reykjarhólnum. Ljósin voru tendruð á föstudaginn var. Allir komu saman úti, dönsuðu dátt og sungu jólasöngva við undirleik Stefáns R. Gíslasonar sem lék á harmonikku. Nemendur fengu síðan jólalegan morgunverð, heitt súkkulaði, ostabrauð, mandarínur og piparkökur. Við hvetjum alla til að staldra við um stund í amstrinu, gleðjast með sínum nánustu og leggja rækt við kærleika. Njótið aðventunnar!
Lesa meira

Vettvangsferð í Goðdalakirkju

Nemendur í 1. og 2.bekk, ásamt kennurum, fóru í vettvangsferð í Goðdalakirkju í dag, miðvikudag 24.nóvember.
Lesa meira

Æfingabanki

Nemendur í 1.-4.bekk gerðu æfingabanka í útikennslutíma og hengdu upp í skóginum norðan við skólann (inn á skólalóðinni).
Lesa meira

Samráðsdegi og starfsdegi víxlað

Við vekjum athygli á breytingu skóladagatals: fyrirhuguðum samráðsdegi og starfsdegi í næstu viku er víxlað (mánud. og þriðjud.). Samráðsdagur verður mánudaginn 11. október og starfsdagur þriðjudaginn 12. október.
Lesa meira

Gaman saman heimsókn

Fimmtudaginn 30.september kom skólahópur í heimsókn til nemenda í 1. og 2.bekk.
Lesa meira

Skólahaldi aflýst í dag

Skólahaldi Varmahlíðarskóla er aflýst í dag, þriðjudaginn 28. september, vegna versnandi veðurs og óvissuástands.
Lesa meira