Keyrt var í Hofsós þar sem byrjað var á að leika sér glæsilegum leikvelli sem er fyrir utan grunn - og leikskólann á Hofsósi. Eftir flotta leikstund þar þá röltum við niður í fjöru og borðuðum þar nesti sem var svali, kex og muffins. Við lékum okkur svo í fjörunni og gaman að sjá hvað fjaran er frábæt leiksvæði og býður upp á svo marga möguleika fyrir krakka að skoða náttúruna, sjóinn, köngla, snigla og margt fleira. Eftir fjöruferð var gengið upp að Kaupfélaginu á Hofsósi og þar var ís í brauði fyrir alla. Síðan lá leið aftur heim í Varmahliðarskóla þar sem við borðuðum pylsur í hádegismat og enduðum svo daginn á fatasundi í sundlaug Varmahlíðar. Mjög skemmtilegur dagur og allir skemmtu sér konunglega. Við mælum eindregið með að heimsækja Hofsós, geggjað leiksvæði hjá grunn- og leikskólanum og samkvæmt nemendum á yngsta stigi (og starfsfólki líka) er besti ís í heimi hjá Kaupfélaginu á Hofsósi.