Í dag fengum við góða heimsókn. Emil Hauksson frá Kiwanisklúbbnum Drangey og Hannes Ingi Másson lögreglumaður komu færandi hendi með endurskinsvesti sem þeir færðu öllum nemendum 1. bekkjar. Gjöfin er frá Kiwanisklúbbnum Drangey og VÍS, Vátryggingafélagi Íslands. Í fyrra færðu þessir sömu aðilar öllum nemendum í 1.-6. bekk endurskinsvesti og því var þessi viðbót kærkomin. Í heimsókninni ræddu þeir við nemendur 1.-4. bekkjar um mikilvægi þess að nota endurskinsvestin, sérstaklega í skammdeginu þegar mörg þeirra ganga niður á veg og bíða í myrkri eftir skólabíl.
Varmahlíðarskóli þakkar Kiwanisklúbbnum Drangey og VÍS kærlega fyrir gjöfina.