Fréttir

3. og 4. bekkur heimsækir Glaumbæ

Fimmtudaginn 28. janúar fóru 3. og 4. bekkur í heimsókn í Glaumbæ í tengslum við heimilisfræði. Þar tók á móti þeim Sigríður Sigurðardóttir og Inga Katrín Magnúsdóttir. Farið var í gamla bæinn í fylgd Ingu og sagði hún frá geymslu matar hér áður fyrr og sýndi gömul matarílát.
Lesa meira

Myndir frá árshátíð

Langþráðar myndir birtast nú loks hér á síðunni, frá árshátíð 7. - 10. bekkjar.
Lesa meira

Árshátíð eldri nemenda á föstudaginn

Þessa dagana stendur yfir árshátíðarundirbúningur í skólanum, en n.k. föstudagskvöld verður söngleikinn 6-tán á (von) LAUSU eftir Gísla Rúnar Jónsson. Að venju eru það nemendur 10. bekkjar sem bera hitann og þungann í verkinu en allir nemendur í 9. bekk gegna einnig hlutverkum, hvort sem er í sviðsljósinu eða baksviðs. Árshátíðin verður á föstudagskvöld kl. 20:00 í Menningarhúsinu Miðgarði, kaffi og meððí verður svo norður í skóla eftir sýningu. Skellt verður upp balli í Miðgarði eftir sýninguna sem stendur til 00:30, en það er Hljómsveit kvöldsins spilar.
Lesa meira

Góð gjöf frá Vélavali

Rétt fyrir jólafrí barst skólanum vegleg gjöf frá versluninni Vélaval í Varmahlíð. Það var verslunarstjóri Vélavals, Sigrún Guðlaugsdóttir sem færði nemendum skólans 30 útivesti merktum Varmahlíðarskóla, en þau eru í nokkrum stærðum og passa því nemendum á öllum aldri.
Lesa meira

Myndir frá jólastússi

Nú á aðventunni hefur ýmislegt verið gert í tilefni jóla. Smellið á ,,Lesa meira" til að sjá myndirnar.
Lesa meira

Stuttmyndabíó

Í dag voru stuttmyndir úr vali sýndar fyrir fullum sal af nemendum og starfsfólki. Alls voru 13 myndir tilbúnar til sýningar og finnast þær allar á jútúb.
Lesa meira

Lokun sundlaugar 17. desember

Íþróttamiðstöðinni verður lokað kl 19:00 þann 17.desember vegna jólagleði starfsfólks.
Lesa meira

Jóladagskrá - rauður dagur föstudaginn 11. des.

Á morgun verður rauður dagur í Varmahlíðarskóla og hvetjum við alla til að klæðast einhverju rauðu. Af því tilefni má líka alveg skella á sig jólahúfu. Smávægileg breyting er á jóladagskránni.
Lesa meira

Ekkert skólahald 8. des.

Vegir eru enn lokaðir og gert er ráð fyrir áframhaldandi vonskuveðri á aksturssvæði skólabíla. Því fellur skóli niður í dag, þriðjudaginn 8. des.
Lesa meira

Áríðandi tilkynning frá Almannavarnarnefnd

ÁRÍÐANDI SKILABOÐ FRÁ ALMANNAVARNARNEFND: VIÐ ERUM VINSAMLEGA BEÐIN UM AÐ KOMA ÞEIM SKILABOÐUM Á FRAMFÆRI VIÐ FORELDRA OG STARFSFÓLK AÐ EKKI EIGI AÐ FARA AF STAÐ Í FYRRAMÁLIÐ NEMA BÚIÐ SÉ AÐ GEFA ÚT YFIRLÝSINGU FRÁ ALMANNAVÖRNUM RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA UM AÐ ÓVISSUÁSTANDI SÉ AFLÉTT OG AÐ ÞAÐ SÉ ÓHÆTT AÐ FARA AF STAÐ. VIÐ MUNUM MIÐLA UPPLÝSINGUM TIL YKKAR MEÐ TÖLVUPÓSTI, Á VEF OG FACEBOOKSÍÐU VARMAHLÍÐARSKÓLA.
Lesa meira