Upplestrarhátíð Varmahlíðarskóla

Dagskráin var þétt skipuð og gekk fumlaust fyrir sig, ekki síst vegna röggsamra kynna en það voru þeir Jón Hjálmar og Hafsteinn Máni úr 8. bekk sem sáu um kynningar.  Tónlistaratriði voru í höndum nokkurra 6. bekkinga - Finns Héðins, Jan Eskils, Lilju Diljár og Lydíu.  Að upplestri loknum og á meðan dómnefnd fór afsíðis til að ráða ráðum sínum var boðið upp á kaffi, djús og múffur sem nemendur 7. bekkjar bökuðu í heimilisfræði í tilefni dagsins.