Sveitarfélagið Skagafjörður og fulltrúar KS skrifuðu undir samning í vikunni um áframhaldandi fjármögnun iPad verkefnisins í grunnskólum Skagafjarðar. Nú þegar eru tveir árgangar á unglingastigi í Varmahlíðarskóla komnir af stað en með þessum samningi verður okkur kleift að halda spjaldtölvuvæðingunni áfram af metnaði og krafti. Mikil framþróun hefur verið í upplýsingatækni undanfarin ár og teygir tæknin anga sína inn í skólastarfið, kennsluhættir eru sífellt að verða fjölbreyttari og aukin einstaklingsmiðun í námi. Það er okkur því sannarlega gleðiefni að geta haldið ótrauð áfram og erum við bjartsýn á framhaldið. Hér má sjá frétt sveitarfélagsins frá afhendingu styrksins.