08.06.2016
Nú stendur yfir innritun nemenda í 1. bekk skólaárið 2016-2017 (börn fædd 2010). Skráning fer fram hjá skólaritara Varmahlíðarskóla.
Lesa meira
08.06.2016
Bókasafnið verður opið eftirtalda miðvikudaga í sumar kl. 16:00 – 18:00.
15. júní
29. júní
13. júlí
27. júlí
10. ágúst
Lesa meira
02.06.2016
Sundlaugin í Varmahlíð verður lokuð til kl. 16:00, mánudaginn 6. júní, vegna skyndihjálparnámskeiðs starfsfólks.
Lesa meira
30.05.2016
Skólaslit Varmahlíðarskóla verða haldin hátíðleg í Miðgarði, þriðjudagskvöldið 31. maí kl. 20:00. Kaffiveitingar að lokinni athöfn í Varmahlíðarskóla.
Lesa meira
24.05.2016
Í tilefni af 40 ára afmæli Varmahlíðarskóla á núverandi skólaári ætlum við að gera okkur glaðan dag. Það verður opið hús í skólanum fimmtudaginn 26. maí frá kl. 15:00 til 18:00. Kl. 16:30 er hátíðarsamkoma í íþróttamiðstöð og danssýning nemenda.
Lesa meira
17.05.2016
Í gær lögðu nemendur 10. bekkjar upp í langþráð ferðalag til Kaupmannahafnar, en þau hafa safnað fyrir ferðinni í allan vetur á ýmsan máta. Áætluð heimkoma er seinnipartinn á föstudag.
Lesa meira
10.05.2016
Fjórir nemendur í Varmahlíðarskóla voru valdir úr fjölmennum hópi grunnskólanema til að fara á vinnustofu Nýsköpunarkeppninar. Í ár bárust keppninni 1750 hugmyndir að nýsköpun og áttu okkar fólk þrjár þeirra, en þau eru Lilja Diljá og Flóra í 5. bekk og Óskar Aron og Indriði Ægir í 6. bekk. Hér að neðan er hægt að sjá síðu NKG um keppnina, þær hugmyndir sem komust í úrslit og þá nemendur sem að þeim standa.
Lesa meira
07.05.2016
Vikuna 9.-13. maí verður sundlauginni lokað vegna viðgerðar og hreinsunar.
Lesa meira
04.05.2016
Í gær afhentu nemendur í 7. og 8. bekk afrakstur áheitasöfnunar sinnar, honum Ívari Elí og föður hans Sigurjóni. Síðustu vikur hafa þessir 32 krakkar safnað 1.113.829 krónum (einnimiljóneitthundraðogþrettánþúsund)! Öllum þeim sem tóku krökkunum opnum örmum og styrktu þetta verðuga málefni eru færðar innilegar þakkir! Það er gott að búa í litlu samfélagi þar sem börnin okkar læra af fyrstu hendi samkennd með náunganum og að þeirra framtak skipti máli.
Lesa meira
02.05.2016
Við minnum á foreldrafræðslu í dag kl 17:00 frá SAFT (SAmfélag, Fjölskylda og Tækni). Fjallað verður um örugga netnotkun, góðar netvenjur, samskipti og hættur.
Við vonumst til að sjá ykkur öll.
Lesa meira