Mánudaginn 2. maí kl 17:00, bjóðum við ykkur fræðslu frá SAFT (SAmfélag, Fjölskylda og Tækni). Fjallað verður um örugga netnotkun, góðar netvenjur, samskipti og hættur. Samvinna milli heimila og skóla er afar mikilvæg í því rafræna uppeldi sem við stöndum frammi fyrir. Af þekkingu og reynslu munu fulltrúar SAFT gefa gagnlegar leiðbeiningar varðandi netnotkun og einfaldar öryggisstillingar. Sjá nánar www.saft.is