Þrír nemendur Varmahlíðarskóla í úrslit stærðfræðikeppni FNV, MTR og 9. bekkjar

Forkeppni Stærðfræðikeppni 9. bekkinga 2016 var haldin í mars. Keppnin er samstarfsverkefni FNV og MTR við grunnskóla á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og á Dalvík. Tilgangur keppninnar er að auka áhuga á stærðfræði og þrautalausnum og efla tengsl grunnskóla á Norðurlandi vestra við  Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Menntaskólann á Tröllaskaga. Öllum nemendum 9. bekkja á Norðurlandi vestra, í Fjallabyggð og á Dalvík er boðin þátttaka.

Að þessu sinni tóku 109 nemendur þátt. 15 efstu nemendurnir taka þátt í úrslitakeppni sem fer fram 15 .apríl í Bóknámshúsi FNV á Sauðárkróki.
Þrír nemendur Varmahlíðarskóla komust áfram í úrslit, það eru: Ari Óskar Víkingsson, Ellert Kárason og Friðrik Snær Björnsson.
Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn.