Á mánudag og þriðjudag kynntust nemendur í 7. - 10. bekk golfi og siglingum við Sauðárkrókshöfnina. Heima fyrir stunduðu yngri nemendur dans, glímu, vinaliðaleiki og sund svo eitthvað sé nefnt.
Á fimmtudaginn lagði 10. bekkur upp í gönguferð að Hildarseli og gistir þar eina nótt. Yngri nemendur 1. - 6. bekk fóru í hjóla- og göngutúr niður að Krossanesi.
Einnig hafa nemendur fengið að spreyta sig á klifri, yngri í Björgunarsveitarhúsinu og hinir eldri í alvöru klettum í Hestavígshamri.