Haustfundir foreldra 1.-6. bekkjar, fimmtud. 10. sept. kl 16-18

Dagskrá og fyrirkomulag:
Fundurinn hefst með stuttu ávarpi skólastjóra um praktísk atriði skólastarfsins í vetur.

Lára Gunndís, Bryndís og Sigurlína, kennarar Varmahlíðarskóla:
Heilsueflandi grunnskóli - hvað hefur áunnist og áherslurnar í vetur.

Bergmann Guðmundsson, grunnskólakennari:
Ábyrg netnotkun, einelti og hættur netheima. Heimur tölvuleikjanna.

Selma Barðdal, uppeldis- og sálfræðiráðgjafi :
Mikilvægi samvinnu og samskipta heimilis og skóla, ábyrgð foreldra á framvindu í námi og velferð barna sinna ásamt sameiginlegri ábyrgð foreldra á líðan barnanna í hópnum.

Að loknum erindum fara umsjónarkennarar með foreldrahópana í sínar bekkjarstofur. Þar gefst svigrúm til fyrirspurna og umræðna varðandi námsefni eða áherslur hvers hóps.