Yngri bekkjum var skipt í þrjá hópa:
- einn hlustaði á þjóðsöguna Óskasteinninn í Tindastól og bjuggu svo til útilistaverk af sögunni. Á morgun er það þjóðsagan af hvernig Drangey varð til og á fimmtudaginn verða Reynisstaðabræður fyrir valinu.
- Annar hópurinn gekk út í Grófargilsrétt þar sem Bryndís heimilisfræðikennari aðstoðaði nemendur við að grilla brauð og poppa popp.
- Þriðji hópurinn vann kort af Skagafirði. Allir nemendur komu með að heiman upplýsingar um heimabæ þeirra og ljósmynd. Inn á kortið fara svo þekktir sögustaðir, ásamt bæjum þeirra.
Eldri bekkjum er fjóra hópa:
- Í dag grisjuðu nemendur í skóginum, fóru í Grenndarspilið og fóru í hinn sívinsæla fánaleik.
- Á morgun búa nemendur til spurningaleik í anda Útsvars þar sem þeir sjálfir hanna spurningar og keppa svo hópa á milli.
- Á fimmtudaginn er ratleikur a la Línu íþróttakennara og sundleikir.
Þess má geta að yngri nemendur horfðu á stuttmyndina Miklabæjar-Solveigu sem árgangur 1996 gerðu. Á morgun sjá þeir Grím Skeljungsbana sem sami árgangur bjó til.