Fréttir

Nýkosið nemendaráð Varmahlíðarskóla

Nemendaráð 7. - 10. bekkjar í Varmahlíðarskóla er nú fullskipað eftir kosningar og er sem hér segir:
Lesa meira

Aðalfundur og haustsamvera foreldrafélagsins í skólanum

Forráðamenn og starfsmenn skólans eru boðaðir til haustsamveru í Varmahlíðarskóla miðvikudaginn 8.október kl. 16:15 í matsal skólans. Heitt á könnunni!
Lesa meira

Minnum á hreyfiviku í Skagafirði - Frítt í sund í Varmahlíðarlaug - Athugið Tímasetningar

Föstudagur 3.október • Frítt í sund milli 17 – 19 • Frítt í líkamsrækt hjá Þreksport Laugardagur 4.október • Skokkhópur við sundlaug Sauðárkróks kl. 10 • Frítt í sund milli 10-12 • Frítt í líkamsrækt hjá Þreksport Sunnudagur 5.október • Frítt í sund milli 10-12 Annað í Hreyfivikunni MOVE WEEK • Opnir tímar á allar æfingar hjá knattspyrnu- og körfuknattleiksdeild Tindastóls, sjá æfingatöflu á heimasíðu Tindastóls • Sjúkraþjálfarar frá HS heimsækja fyrirtæki á Sauðárkróki og tala um mikilvægi hreyfingar. Eitthvað fyrir alla í Hreyfivikunni – MOVE WEEK
Lesa meira

Hlaupið undir regnbogann

Á þriðjudaginn tókst að starta hinu árlega Norræna skólahlaupi í annari tilraun en blámengun úr Holuhrauni hafði komið í veg fyrir hlaupið á föstudaginn var. Vindáttir voru orðnar hagstæðar og einungis rigning í kortunum.
Lesa meira

8. bekkur tekur upp Ásbirningasögu

Í dag lögðu nemendur 8. bekkjar í stutt ferðalag til að ljúka tökum á stuttmynd um Ásbirninga. Þó svo sólin léti lítið á sér kræla var veðrið milt og frekar þægilegt til kvikmyndagerðar.
Lesa meira

Dagur rauða nefsins

Mannréttindi barna í heiminum hafa verið í brennidepli undanfarna daga og vikur. Nemendur í 1. - 6. bekk unnu saman að rauðnefjagerð og báru svo nefin með stolti hér í skólanum. Sjón er sögu ríkari. Fleiri myndir á fésbók.
Lesa meira

Dagur læsis

Í tilefni af degi læsis mánudaginn 8. september var skemmtilegur samlestur hjá nemendum í 4. og 6. bekk. Fyrsta söngstund vetrarins var í setustofunni e.h. og tóku nemendur og starfsfólk vel undir. Undirleikur var í höndum Friðriks Þórs Jónssonar, stundakennara sem sér um kórsöngsvalið í unglingadeildinni. Aðstoðarmenn úr valinu stóðu sig með prýði að stjórna samnemendum og hjálpa til við lagaval. Sjá má fleiri myndir á fésbókarsíðu skólans
Lesa meira

Útinám hjá 4. bekk

Margt er hægt að gera í skólanum utan veggja hússins. Nemendur í 4. bekk nutu góða veðursins í þessari viku í heimilisfræði- og myndmenntatíma.
Lesa meira

Sundlaug Varmahlíðar - Vetraropnun

Frá og með 1. september verður opið í sundlauginni sem hér segir: Mánudaga og fimmtudaga 9:00-21:00. Þriðjudaga og miðvikudaga.9:00-20:00. Föstudaga.9:00-14:00. Laugardaga.10:00-15:00. Sunnudaga í september.10:-15:00. Lokum á sunnudögum 1.október
Lesa meira

Skólasetning og skólabyrjun

Í frámuna blíðu var skólinn settur sunnan við skólann sl. miðvikudag. Nýir nemendur fengu pennaveski að gjöf og boðnir sérstaklega velkomnir. Helstu breytingar voru kynntar og starfsmenn kynntir til leiks. Þar á eftir gæddu viðstaddir sér á ástarpungum og drykkjum spjölluðu og nutu veðurblíðunnar. Umsjónarkennarar fylgdu nemendum í sínar heimastofur til að skoða aðstæður og gefa kost á spurningum. Ný húsgögn í matsal voru skoðuð og prófuð.
Lesa meira