08.05.2014
Það er ekki á hverjum degi sem starfsfólk nær þeim merka áfanga að hafa lifað í hálfa öld og vera statt í vinnunni.
Það gerðist í dag þann 8. maí 2014 að umsjónarkennari 6. bekkjar Sigrún Benediktsdóttir varð fimmtug.
Lesa meira
06.05.2014
Frá Sundlauginni í Varmahlíð!
Lokað verður vegna hreinsunar sundlaugar frá mánudeginum 12. maí og fram eftir vikunni.
Auglýst verður á heimasíðu Varmahlíðarskóla og á fésbókarsíðu hvenær opnað verður aftur.
Lesa meira
02.05.2014
Gaman saman samstarfið hefur gengið afar vel í vetur. Hluti af því var heimsókn skólahóps leikskólans í Varmahlíðarskóla, þar sem væntanlegir grunnskólanemendur gengu með foreldrum sínum um skólann og heimsóttu bekki og sögðu frá því sem þau hafa upplifað í heimsóknum sínum í skólann í vetur.
Lesa meira
02.05.2014
Mánudaginn 28. apríl heimsótti leikhópur frá Leikfélagi Akureyrar skólann og sýndi leikverkið Margt býr í myrkrinu fyrir leikskólabörn og nemendur í 1. og 2. bekk. Sjaldan hefur verið meiri áhuga og einbeitingu að sjá því leikarar fóru á kostum í túlkun sinni á tröllum og öðrum kynjaverum. Hér má sjá myndir frá flutningi leikhópsins.
Lesa meira
30.04.2014
Nemendur í 10. bekk verða með kökubasar í K.S. Varmahlíð föstudaginn 2. maí kl. 13:30.
Lesa meira
11.04.2014
Í dag arkaði allur 5. bekkur ásamt Birgittu kennara sínum niður í banka til að leggja inn afrakstur söfnunar síðustu vikna fyrir barnahjálp ABC...
Lesa meira
11.04.2014
Skrifstofa skólans verður lokuð til þriðjudagsins 22. apríl. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá sama dag kl. 08:20.
Lesa meira
11.04.2014
Árshátíð yngri bekkja skólans tókst með glans í Miðgarði í gær. Nemendur fluttu leikritið Kardemommubæinn eftir Thorbjörn Egner undir leikstjórn Ólafar Hugrúnar Valdimarsdóttur...
Lesa meira
09.04.2014
Árshátíð 1. til 6. bekkjar Varmahlíðarskóla verður haldin í Miðgarði fimmtudaginn 10. apríl nk. kl. 14. Nemendur setja upp leikritið Kardemommubæinn eftir ThorbjØrn Egner. Kaffihlaðborð verður í grunnskólanum að lokinni sýningu og er innifalið í miðaverðinu. Leikstjóri sýningarinnar er Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir, leiklistarkennari og leikkona.
Almennt miðaverð kr. 2000,-.
Lesa meira
02.04.2014
Vegna fyrirlesturs fyrir starfsfólk um geðrækt í skólanum fara nemendur í 1. til 5. bekk heim kl. 14 með skólabílum. 6. bekkur verður að æfa fram eftir degi og þurfa að finna sér skutl heim. Starfsmaður frá Húsi frítímans verður með afþreyingu frá kl. 14 fyrir eldri nemendur. Fermingarhópur verður á Löngumýri. Í framhaldi verður diskó til kl.21 og svo sleepover fyrir 9.-10.bekk. Forráðamönnum er boðið á fyrirlestur um geðrækt í skólanum kl. 16:30.
Lesa meira