Nú er komið að því að skólastarf hefjist í Varmahlíðarskóla skólaáríð 2014 til 2015. Skólinn verður settur samkvæmt venju utan dyra sunnan megin við Varmahlíðarskóla, miðvikudaginn 27. ágúst nk. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 28. ágúst. Skrifstofan er opin alla daga og stjórnendur, ritari og húsvörður hófu störf 5. ágúst sl. Kennarar og annað starfsfólk hefur störf 18. ágúst. Breytingar hafa orðið á fjölda í bekkjum og einhverjar breytingar eru á hverjir munu starfa við skólann í vetur. Verður það allt kynnt vel og vandlega í haust. Hlökkum til að sjá ykkur fersk og frísk og minnum á heimasíðuna þar sem hægt er að opna skóladagatal vetrarins og skoða innkaupalista fyrir nemendur.