Skólaslit

Skólanum var slitið við hátíðlega athöfn í Miðgarði sl. miðvikudagskvöld.  Nemendur sem kvöddu skólann eftir 10 ára skyldunám voru 14 og héldu fulltrúar nemenda Ásdís og Hrafnhildur kveðjuræðu fyrir hönd hópsins.  Fjöldi viðurkenninga var veittur og Ásdís Sigurjónsdóttir, fyrrverandi kennari við skólann var kvödd með virktum af samstarfsfólki.  Foreldrafélagið færði nemendum skólans að gjöf kr. 100.000 sem á að ganga upp í tölvukaup.  Myndir frá athöfninni verða birtar hér og á fésbókarsíðu skólans.