Fréttir

Myndir frá maraþoni, skólaferðalögum, þemadögum ofl.

Margt hefur gerst í skólastarfi nú á vordögum sem ekki hefur ratað í fréttir á síðunni. Hér er hægt að skoða myndir af ýmsum atburðum:
Lesa meira

Valgreinar í 8. til 10. bekk

Nýtt valgreinahefti kemur á heimasíðuna á morgun 28. maí.
Lesa meira

Skólaslit

Varmahlíðarskóla verður slitið við hátíðlega athöfn í Miðgarði, miðvikudagskvöldið 28. maí kl. 20:00. Kaffiveitingar í skólanum að athöfn lokinni. Allir velkomnir!
Lesa meira

Landbúnaðarval heimsækir bæi

Nemendur í landbúnaðarvali, ásamt Óla kennara, lögðu land undir fót þriðjudaginn 29. apríl sl. Heimsótt voru fjögur góðbýli í nágrenninu og fræðst um búskapinn af ábúendum.
Lesa meira

Dans dans dans!

Danssýning nemenda fór fram föstudaginn 23. maí.
Lesa meira

Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldið í gær eftir tveggja daga vinnusmiðju þeirra sem komust í úrslit. Verðlaun voru veitt í þremur aðalflokkum. Þórir Árni Jóelsson hreppti silfurverðlaun fyrir hönnun sína í flokknum Sköpunarkraftur, frumkvæði og uppfinningagleði og tók við verðlaunum af sjálfum forsetanum Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann hannaði "Ferðabrú fyrir fé og hross". Nokkrir þátttakenda kynntu sín verkefni við hátíðahöldin. Þar á meðal voru Andri Snær Tryggvason og Ari Óskar Víkingsson sem kynntu hugmynd sína og útfærslu á hlaupahjólatösku. Þeir fengu bikar fyrir góða framsögn og upplýsingamiðlun sem JC á Íslandi veitir einum keppanda ár hvert. Til hamingju allir saman!
Lesa meira

Danskennsla

Þemavikan er stútfull af fjölbreyttum verkefnum. Danskennsla er á hverjum degi fyrir alla hópa sem lýkur með stórri sýningu á föstudaginn kl. 12:15 í íþrótthúsinu. Það er danskennarinn Ingunn Margrét Hallgrímsdóttir búsett á Dalvík sem sér um fjörið að þessu sinni.
Lesa meira

Menningar- og skemmtiferð 1. til 4. bekkjar.

Lagt var af stað snemma á mánudagsmorgni með nesti og nýja skó áleiðis til Sauðárkróks. Þar voru heimsóttar ýmsar stofnanir, s.s. Gestastofa sútarans, Mjólkursamsalan, Iðja-Hæfing og Skammtímavistun. Sjá fleiri myndir á fésbókinni.
Lesa meira

Skólahreysti

Það voru 45 nemendur og fjórir starfsmenn skólans, sem samfögnuðu í Laugardagshöll sl. föstudagskvöld. Það að komast í úrslit á landsvísu og ná 8. besta árangri er þess virði að fagna vel og lengi. Vésteinn, Fríða Isabel, Sigfinnur og Rósa Björk sýndu mikla yfirvegun og dugnað þegar á hólminn var komið. Það er ekki sjálfgefið þegar hundruð manna eru samankomin og alþjóð að horfa á í sjónvarpi. Innkomuliðið var skipað ofantöldum keppendum ásamt Einari og Sigríði Vöku varakeppendum. Þá má ekki gleyma lukkudýrinu Helga Fannari krókódíl og lukkuálfinum Margréti. Hér má sjá mynd frá keppniskvöldinu.
Lesa meira

Sundlaugin opnar á morgun laugardaginn 17. maí kl. 10:00

Hreinsun lokið og laugin eins og tær kristall!
Lesa meira