Fréttir

Ferðalangur og leiðsögumenn í 4. bekk

Á mánudaginn var ákveðið að umsjónarkennari 4. bekkjar hún Hafdís yrði ferðamaður og nemendur leiðsögumenn. Það var ákveðið að skógurinn í kringum skólann væri svæðið sem þau ættu að sýna. Byrjað var á því að sýna stærsta tréð í skóginum og ber það nafnið Fríður að sögn.
Lesa meira

Byrjendalæsi-Útikennsla

Föstudaginn 14. mars voru nemendur í 1.-3. bekk að vinna saman í Byrjendalæsi. Unnu nemendur í hópum og hver hópur bjó til leikrit sem var síðan sýnt í útileikhúsi fyrir sunnan skólann. Allir skemmtu sér vel þrátt fyrir snjó og smá kulda.
Lesa meira

Heimsókn úr Hálsaskógi

Í morgun fengum við góða gesti í skólann. Þar var á ferðinni leikhópur nokkurra 10. bekkinga frá Sauðárkróki sem sýndu okkur valin atriði úr leiksýningunni Dýrin í Hálsaskógi sem sýnd er um þessar mundir. Mikil ánægja var með komu dýranna sem heimsóttu yngstu nemendur inn í bekki eftir sýningu.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Framúrskarandi árangur enn og aftur. Ari Óskar Víkingsson úr Varmahlíðarskóla hreppti fyrsta sæti og Friðrik Snær Björnsson var í öðru sæti. Flott hjá ykkur! Þórkatla B.S. Þrastardóttir var fulltrúi skólans sem og Dalmar Marinósson sem varamaður og var upplestur þeirra líka einkar góður. Ester María Eiríksdóttir var í þriðja sæti en hún kemur úr Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi.
Lesa meira

Nemendaráð tekið tali

Um daginn tók ljósmyndahópurinn - Fríða, Gréta María, Inga og Stefanía - viðtal við meðlimi nemendaráðs:
Lesa meira

Öðruvísi heimilisfræði

Þriðjudaginn 11.mars fóru nemendur í 3.bekk til Sigfríðar og lærðu að leggja á borð.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin

Fimmtudaginn 13. mars fór fram undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í Varmahlíðarskóla. Nemendur í 7. bekk, 14 talsins, kepptu til úrslita og stóðu þeir sig allir með mikilli prýði....
Lesa meira

Bingó á morgun föstudag

BINGÓ Í VARMAHLÍÐARSKÓLA FÖSTUDAGINN 14. MARS KL. 20. FLOTTIR VINNINGAR! 500 KR. SPJALDIÐ VEITINGAR SELDAR Á STAÐNUM. ALLIR VELKOMNIR! 10. BEKKUR VARMAHLÍÐARSKÓLA
Lesa meira

Efst í sínum riðli í Skólahreysti á Akureyri

Til hamingju Fríða, Sigfinnur, Vésteinn og Rósa Björk! Af tíu liðum voru okkar nemendur „hraustastir". Stigin fyrir efstu þrjú sætin: Varmahlíðarskóli 54 54,00 Dalvíkurskóli 48 48,00 Grunnskólinn á Hólmavík 41 41,00
Lesa meira

Skólahreysti 2014

Á miðvikudaginn þann 12. mars fara nemendur í 8., 9. og 10. bekk í skólahreystiferð til Akureyrar. Aðaltilgangur ferðarinnar er að hvetja okkar lið til dáða í Norðurlandskeppninni. Keppendur að þessu sinni eru: Sigfinnur Andri Marinósson, Vésteinn Karl Vésteinsson, Rósa Björk Borgþórsdóttir og Fríða Isabel Friðriksdóttir. Til vara verða Einar Örn Gunnarsson og Sigríður Vaka Víkingsdóttir.
Lesa meira