Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna var haldið í gær eftir tveggja daga vinnusmiðju þeirra sem komust í úrslit. Verðlaun voru veitt í þremur aðalflokkum. Þórir Árni Jóelsson hreppti silfurverðlaun fyrir hönnun sína í flokknum Sköpunarkraftur, frumkvæði og uppfinningagleði og tók við verðlaunum af sjálfum forsetanum Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann hannaði "Ferðabrú fyrir fé og hross". Nokkrir þátttakenda kynntu sín verkefni við hátíðahöldin. Þar á meðal voru Andri Snær Tryggvason og Ari Óskar Víkingsson sem kynntu hugmynd sína og útfærslu á hlaupahjólatösku. Þeir fengu bikar fyrir góða framsögn og upplýsingamiðlun sem JC á Íslandi veitir einum keppanda ár hvert. Til hamingju allir saman!