Fréttir

Lopapeysudagur á morgun 15. nóvember og skemmtun vegna dags íslenskrar tungu þann 16.

Á morgun munu allir sem vettlingi geta valdið mæta í lopapeysum í skólann. Þar að auki verðum við með samkomu í setustofunni í tilefni af degi íslenskrar tungu á laugardaginn þann 16. nóvember. Þar munu nemendur úr 2. 4. 6. 8. og 10. bekkjum stíga á stokk með undirbúin atriði sem hæfa tilefni dagsins. Þá má nefna að á laugardaginn munu nemendur úr 7. bekk koma fram á skemmtun á Löngumýri sem Skagfirski kammerkórinn stendur fyrir. Dagskráin nefnist í tali og tónum og hefst kl. 16.
Lesa meira

Dagur gegn einelti 8. nóvember

Hinn árlegi dagur gegn einelti var haldinn hátíðlegur með fjölbreyttum hætti.
Lesa meira

Almennar skólareglur og punktakerfið

Í dag 12. nóvember voru kynntar endurskoðaðar skólareglur og punktakerfi. Leitast var við að einfalda þær reglur sem fyrir voru og höfða meira til ábyrgðar nemenda. Um skólareglur og punktakerfi í heild sinni er hægt að skoða undir flipanum NEMENDUR. Grunnreglurnar eru eftirfarandi: 1. Við mætum stundvíslega í allar kennslustundir. Forráðamenn tilkynna forföll tímanlega til skóla og skólabílstjóra. 2. Við berum virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum og sýnum jákvæðni í öllum samskiptum. 3. Við sýnum engum ofbeldi hvort sem er andlegt eða líkamlegt. 4. Við göngum snyrtilega um skólann og berum virðingu fyrir eigum hans og annarra. 5. Við komum í klæðnaði sem hentar veðurfari hverju sinni. Yfirhafnir og útiskór eru geymd í útifatageymslu og ekki notuð innanhúss. 6. Við notum hvorki tóbak né vímuefni. 7. Við notum ekki farsíma/ vasatölvur (I phone, Mp 3 spilara, I-pad o.fl.) í kennslustundum nema með leyfi kennara. Slíkt er skilið eftir á skólaborðum áður en farið er á salerni eða í styttri ferðir úr kennslustund. 8. Við sitjum öll til borðs í matsal skólans á matmálstímum og þar notum við ekki farsima/vasatölvur. 9. Við hlítum fyrirmælum kennara og annars starfsfólks. 10. Við gerum okkar besta í starfi og leik.
Lesa meira

Fótbolti í ullarsokkum

fimmtudaginn 7.nóvember var náttfata-ullarsokkafótboltakeppni milli bekkja í félagsmálum. Hart var barist og virkilega tekið á því í skemmtilegum fótbolta sem endaði með því að 8.bekkur bar sigur úr býtum.
Lesa meira

Nemendur afhenda eina miljón króna

Í gær afhentu nemendur 7. og 8. bekkjar fulltrúum krabbameinsfélags Skagafjarðar eina miljón króna sem þau söfnuðu í áheitum.
Lesa meira

Keppt í Stíl og Rímnaflæði

Fjórir nemendur kepptu fyrir hönd skólans í undankeppni sem haldin var í Húsi frítímans.
Lesa meira

Lestrarhesturinn

Næsta mánudag fer lestrarhestur nokkur af stað í langferð um Ísland.
Lesa meira

Fínerí í féló 24. október

Mikið var um hársprey, fléttur og farða í féló fimmtudaginn 24. október.
Lesa meira

Grænmetiskynning hjá 5. bekk

Nemendur 5. bekkjar kynntu íslenskt fyrir öðrum nemendum, foreldrum og starfsfólki.
Lesa meira

Bangsadagur í Varmahlíðarskóla

Bangsadagur var haldinn í Varmahlíðarskóla á þriðjudaginn, 29. október.
Lesa meira