Útskriftarferð

Tívolíið í Kaupmannahöfn
Tívolíið í Kaupmannahöfn

Við í 10. bekk stefnum á að fara til Danmerkur í útskriftarferð 11. – 14. maí. Það er hefð fyrir því að hafa allskyns fjáraflanir til að safna fyrir ferðinni. Fjáröflunin hefur gengið mjög vel, við höfum meðal annars haft tvær flöskusafnanir, kökubasar, jólakorta- og lakkríssölu, árshátíð og fleira og stefnum á að hafa kökubasara, flöskusöfnun, bingó, nammisölu og íþróttamaraþon. Í Danmörku ætlum við meðal annars að fara í Tívolí, Bakken, dýragarð, borða góðan mat, versla og ýmislegt fleira. Allir eru orðnir mjög spenntir fyrir ferðinni og geta ekki beðið eftir að fara. Við vonum að allt muni ganga upp og að við munum skemmta okkur mjög vel.

Einar, Ásta, Stefanía, Ásdís, Haukur, Ragnar, Sigfinnur, Gréta, Björn, Anna, Þórdís, Hrafnhildur, Fríða og Amalía.