Fréttir

Spakmæli vikunnar

"Enginn getur eignast vin nema að vera vinur sjálfur"
Lesa meira

Kökubasar

Nemendur í 10. bekk skólans verða með kökubasar í KS Varmahlíð föstudaginn 11. október kl. 13:30. Ýmis konar góðgæti með kaffinu. Allir velkomnir!
Lesa meira

Bleiki dagurinn föstudaginn 11. október

Varmahlíðarskóli tekur þátt í árvekniátaki Krabbameinsfélagsin með því að hafa bleikan dag á föstudaginn kemur, en bleikur er baráttulitur októbermánaðar. Við hvetjum starfsfólk og nemendur að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Njótum dagsins saman og vekjum um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini hjá konum.
Lesa meira

Samráðsdagur 9. október. Foreldrar, nemendur og kennarar ræða saman.

Fyrsti samráðsdagur vetrarins er á morgun, miðvikudaginn 9. nóvember 2013. Forráðamenn ásamt börnum sínum mæta til umsjónarkennara og ræða líðan og frammistöðu sinna barna í leik og starfi. Ef þurfa þykir þá verða sérgreinakennarar, annað starfsfólk og skólastjórnendur líka til viðtals á samráðsdegi. Forráðamenn fara þá á skrifstofu skólans og spyrja eftir viðkomandi starfsmanni.
Lesa meira

Spakmæli vikunnar

"Hugsaðu allt sem þú segir, segðu ekki allt sem þú hugsar".
Lesa meira

Fyrirlestur um mikilvægi sjálfsmyndar

Nemendur í 9. og 10. bekk fengu góða gesti í morgun. Bjarni Fritzson er afreksmaður í handbolta og meistaranemi í sálfræði. Bjarni fer um landið ásamt Kristínu Tómasdóttur, rithöfundi og sálfræðingi og heldur fyrirlestra fyrir drengi um mikilvægi góðrar sjálfsmyndar í lífinu. Meðal annars ræddi hann um misvísandi skilaboð í umhverfinu varðandi til hvers er ætlast af drengjum og mönnum í dag. Strákarnir í 9. og 10. bekk hlustuðu andaktugir á fyrirlestur Bjarna og sköpuðust góðar umræður um efnið. Sjá fleiri myndir ef smellt er á texta hér neðar í greininni.
Lesa meira

Frá bókasafni Varmahlíðarskóla

Bókasafnið er opið almenningi: Þriðjudaga kl. 13:00 - 15:00 Fimmtudaga kl. 13:00 - 15:00 Allir velkomnir. Með bestu kveðjum, Ragnheiður.
Lesa meira

Spakmæli vikunnar

"Bros er ljósið í andlitsglugganum, sem gefur til kynna að hjartað er heima".
Lesa meira

Norræna skólahlaupið 2013

Haldið föstudaginn 20. september. Ágætis veður og góðir sprettir. Svamlað í sundi á eftir. Sjá skemmtilegar myndir hér á síðunni sem og á fésbókasíðu skólans.
Lesa meira

Félagsmál

Hér má sjá skipulagða dagskrá í félagsmálum fram að jólafríi. Að öllu jöfnu er dagskráin fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Nemendur í 7. bekk eru með 24. október á fyrsta diskótekinu og jafnframt 7. nóvember. Heimferð er kl. 18 en þegar diskótekin eru kl. 21.
Lesa meira