30.09.2013
"Bros er ljósið í andlitsglugganum, sem gefur til kynna að hjartað er heima".
Lesa meira
27.09.2013
Haldið föstudaginn 20. september. Ágætis veður og góðir sprettir. Svamlað í sundi á eftir. Sjá skemmtilegar myndir hér á síðunni sem og á fésbókasíðu skólans.
Lesa meira
26.09.2013
Hér má sjá skipulagða dagskrá í félagsmálum fram að jólafríi. Að öllu jöfnu er dagskráin fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Nemendur í 7. bekk eru með 24. október á fyrsta diskótekinu og jafnframt 7. nóvember. Heimferð er kl. 18 en þegar diskótekin eru kl. 21.
Lesa meira
24.09.2013
Í vikunni verður fjallað um málsháttinn „Sjaldan launar kálfur ofeldið" á fjölbreyttan hátt með nemendum. Sést hefur til nemenda á göngum að æfa leikrit vegna túlkunar á málshættinum.
í vikunni sem leið var rætt um „Sá þóknast engum sem öllum vill þóknast".
Þar á undan var unnið með spakmælið „Þú skalt ekki dæma annan mann fyrr en þú hefur gengið heilan dag í skónum hans".
Lesa meira
11.09.2013
Ný heimasíða hefur verið tekin í notkun.
Lesa meira
10.09.2013
Skólinn var settur þann 28. september sl. þrátt fyrir nokkur forföll vegna óvæntra leita til fjalla og fleira þvi tengt. Fram kom að nemendum í vetur hefur fjölgað í 138 og verður kennt í 9 bekkjardeildum þar sem 1. og 2. bekkur eru í samkennslu. Starfsmenn skólans verða 42 með starfsmönnum í Háholti og íþróttahúsi. Nýir starfsmenn voru boðnir velkomnir, þær Freyja Friðbjarnardóttir, skólastjóri og Hafdís Skúladóttir, kennari og Stefán R. Gíslason kynnti starfsemi tónlistarskólans í skólanum í vetur. Breyting hefur orðið á stundaskrá þannig að á miðvikudögum er kennt til kl. 14:00, en á mánudögum til kl. 14:50. Sex ára börn voru boðin sérstaklega velkomin og skólastjóri afhenti þeim handunnið pennaveski að gjöf úr skagfirsku hráefni frá Rúnalist. Skólastjóri nefndi að leiðarljós hvers skóla og framtíðarsýn þyrfti að endurspegla að skólinn væri hjarta byggðalagsins og nemendur virkir og sýnilegir utan veggja skólahúsnæðis. Jafnframt þarf skólinn að vera opinn fyrir heimsóknum foreldra og velunnarra skólans og vinna náið með nærsamfélaginu. Falleg orð sem eru þegar í heiðri höfð í skólastarfinu.
Lesa meira
11.08.2013
Ég er stolt og ánægð með nýtt starf sem skólastjóri Varmahlíðarskóla og hef þar með hafið nýtt og spennandi tímabil í lífi mínu. Við skólann verður jafnframt ráðinn annar nýr starfsmaður, Hafdís Guðlaug Skúladóttir, leik- og grunnskólakennari en hún kemur í stað Ásdísar Hermannsdóttur. Hafdís verður bekkjarkennari 4. bekkjar. Enn á eftir að finna í hlutastöður í íþróttahúsi/sundlaug og náms- og starfsráðgjafa. Ég vil nota tækifærið og upplýsa um hvenær og hvernig fyrstu starfsdagarnir verða í haust.
Lesa meira
19.02.2013
Fimmtudaginn 24. janúar kl. 13:00 er frjálsíþróttamót nemenda í 1. - 6. bekk í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð. Mótið hefst kl. 12:30.
Lesa meira