Í námsefni 5. bekkjar er mikið unnið með grænmeti. Bryndís heimilisfræðikennari samdi við Sölufélag grænmetis um að fá hjá þeim íslenskt grænmeti til að smakka og kynna öðrum, einnig fékk hún salat hjá Dagnýju í Laugamýri. Í samstarfi við tölvukennarann, Sigrúnu Ben gerðu nemendur diskamottu með fróðleik eða uppskrift af rétti með grænmeti. Hér eru myndir frá kynningunni.