Lestrarhesturinn

Frá og með mánudeginum 4. nóvember nk. verður lestrarátak í skólanum.  Lestrarhestur sem Sveinn Brynjar smíðakennari bjó til fer á milli bekkja og stoppar eina viku í hverjum bekk. Bekkurinn veit ekki af því fyrr en lestrarhesturinn er mættur í stofuna og keppist þá við að lesa sem flestar bækur. Hver bók gildir sem einn kílómetri á leið hestsins kringum Ísland.  Lesnir kílómetrar verða færðir inn á stórt Íslandskort sem hangir niðri í matsal.  Bekkurinn reiknar út kílómetrafjölda og færir inn á kortið og þannig  fléttum við stærðfræði og landafræði inn í átakið. Við leggjum áherslu á að bekkurinn les sem heild, það skiptir ekki máli hvað hver og einn les mikið heldur hve margar bækur bekkurinn les samtals.  

Allir lesa eins og þeir geta eftir efnum og ástæðum. Bækur sem foreldrar lesa heima fyrir yngri börn teljast einnig með.   Ef vel er haldið á spöðunum þá komumst við hringinn kringum landið með leik.