9. bekkur og íslenskan ylhýra

 

9.bekkur var í vikunni á örnámskeiði í limrugerð.  Nemendum var skipt í hópa og hver hópur fékk ákveðið rímorð og ákveðna línu úr limrunni til að glíma við.  Rímorðin voru Óla og ær.  Eftir hugmyndavinnu var síðan línunum raðað saman og myndaðar limrur. Stundum hefur borið á því að vanti borð eða stól í stofuna eftir notkun hennar – utan hefðbundinnar kennslu.   Þessi limra gæti átt vel við – samin af 9. bekk.

Hér borð vantar stundum og stóla

er krakkarnir koma í skóla.

Ef borð ekki fær

 þá brjáluð og ær

hún Kristín oft þambar kóla.

Kveðja frá 9. bekk -