Fjölbreyttur þorramatur af ýmsu tagi var reiddur fram af matráðskonum skólans og milli matarferða sungu allir matgestir við undirleik Stefáns Gíslasonar. Margir mættu í gamaldags fötum sem undirstrikaði stemningu dagsins.
Glaumbæjarferð 3. og 4. bekkjar var mjög vel heppnuð, nemendur fengu að skoða hvern krók og kima safnsins með aðstoð Sirrýjar safnvarðar og fræddumst um gamla tíma. Það eina sem skyggði á ferðina er hversu stutt hún var, að mati nemenda.