Í tilefni af degi læsis mánudaginn 8. september var skemmtilegur samlestur hjá nemendum í 4. og 6. bekk. Fyrsta söngstund vetrarins var í setustofunni e.h. og tóku nemendur og starfsfólk vel undir. Undirleikur var í höndum Friðriks Þórs Jónssonar, stundakennara sem sér um kórsöngsvalið í unglingadeildinni. Aðstoðarmenn úr valinu stóðu sig með prýði að stjórna samnemendum og hjálpa til við lagaval. Sjá má fleiri myndir á fésbókarsíðu skólans.