1) Freyja skólastjóri setti fundinn, bauð fundarmenn velkomna og skipaði Hörpu Hafsteins sem fundarstjóra og tók hún þegar til starfa.
2) Helga Sjöfn las skýrslu stjórnar. Starf ársins var með svipuðu sniðu og áður. Bekkjaráð sá um aðventuhátíð í lok nóv. Við tókum þátt í að fá fyrirlesara um geðrækt, sáum um öskudagshátíð og komum að lokadegi félagsmála í maí.
3) Ingibjörg las reikninga félagsins og voru þeir samþykktir. Tekjur 54.870,- kr. Gjöld 187.297,-kr. Inneign í banka 249.555,-kr.
4) Fulltrúi skólaráðs, Laufey Leifsdóttir las skýrslu skólaráðsfulltrúa.
5) Kosningar. Ingibjörg Skarphéðinsdóttir gekk úr stjórn og var henni þakkað fyrir vel unnin störf. Í hennar stað gaf kost á sér Valgerður Kjartansdóttir og var hún kjörin.
Skipað var í bekkjarráð
1.bekkur - Ragnheiður og Þröstur
2.bekkur - Óskar og Hafdís
3.bekkur- Hannes og Lotta
4.bekkur - Merle og Eiríkur
5.bekkur - Birna og Freysteinn
6.bekkur - Harpa og Bjössi
7.bekkur - Linda og Þorkell
8.bekkur - Anna Dögg
9.bekkur - Hrafnhildur og Jón
10.bekkur - Fjóla og Elvar
Kosinn var fulltrúi í skólaráð í stað Steinunnar Arnljótsdóttur. Laufey Haraldsdóttir gaf kost á sér og var það samþykkt.
Öskudagsnefnd; Laufey Leifsdóttir, Íris Olga Lúðvíksdóttir og Sara Gísladóttir.
Áheyrnarfulltrúi foreldra Varmahlíðarskóla á fræðslufundi sveitafélagsins Skagafjarðar var ákveðið að yrði formaður foreldrafélagsins.
6) Önnur mál.
- Foreldrafélagið niðurgreiðir miða á leikritið Emil í Kattholti um 1000,- kr fyrir nemendur í 1.-6.bekk.
- Foreldrafélagið styrkir félagsmál eldri nemenda um 50.000,- kr.
- Kallað eftir hugmyndum um fræðslufyrirlestur, ein hugmynd kom um einelti stúlkna.
- Freyja skólastjóri kynnti lagfærðar skólareglur, einnig hugmynd um að fá fólk í nærsamfélaginu meira inn í skólann. Til dæmis með starfskynningu frá foreldrum, "ömmulestur", fá fyrirtæki og einstaklinga í nærsamfélagi meira inn í valfög eldri nemenda.
-Selma Barðdal frá fjölskylduþjónustu Skagafjarðar fór yfir sitt hlutverk innan skólans og kynnti þverfaglegt samstarf innan sveitafélagsins.
- Ingvi Hrannar fjallaði um tækni í skólastarfi.
- Sara Gíslad. kynnti fyrirkomulag félagsstarfs eldri nemenda í vetur og fór einnig yfir vetrarstarf Smárans. Í kjölfarið komu upp umræður varðandi misvísandi skilaboð og rugling frá Húsi Frítímans og einnig umræður um búðarferðir á skólatíma, voru flestir sammála um að sleppa búðarferður á skólatíma.
Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið.
Stjórn foreldrafélags Varmahlíðarskóla