Ferðalangur og leiðsögumenn í 4. bekk

Á mánudaginn var ákveðið að umsjónarkennari 4. bekkjar hún Hafdís yrði ferðamaður og nemendur leiðsögumenn. Það var ákveðið að skógurinn í kringum skólann væri svæðið sem þau ættu að sýna.  Byrjað var á því að sýna stærsta tréð í skóginum og ber það nafnið Fríður að sögn. Næst var haldið að  draugalegasta staðnum í skóginum að þeirra mati. Næst var haldið að  draugalegasta staðnum í skóginum að þeirra mati. Kíkt var í kartöflugeymsluna og komið var við í könglageymslunni. Síðan var stefnan tekin á útileiksvæðið og þar voru leiktækin skoðuð, hengirúmið prófað og bekkirnir mátaðir. Við útileiksvæðið er hjartalaga blettur  og sögðu leiðsögumennirnir að ef stigið væri ofan í þá kæmi hönd upp og gripi um fótinn. Í lokin af þessari skemmtilegu ferð var komið við á fótboltavellinum og tekinn stuttur leikur, sem endaði 0-0. Kveðjur frá 4. bekkingum.