Yndislestur

Yndislestur hefst í Varmahlíðarskóla mánudaginn 12. desember og mun verða stundaður af öllum nemendum og starfsfólki á hverjum skóladegi út þetta skólaár. Í tilefni þess er ekki úr vegi að rifja upp með myndrænum hætti gildi þess fyrir orðaforða og málþroska að lesa reglulega.

Hér er miðað við nemanda í 10. bekk sem les 180 orð á mínútu ( u.þ.b. 360 atkv./mín.) en samkvæmt nýjum lestrarviðmiðum Menntamálastofnunar er æskilegt að 50% nemenda í 10. bekk nái því markmiði.

Nemandi sem les 1 mínútu á dag les þannig á einu skólaári ríflega 32 þúsund orð. Nemandi sem les 5 mínútur á dag les þá 162 þúsund orð á skólaárinu en sá sem les í 20 mínútur á dag ber mest úr býtum í sinn orðabanka eða 648 þúsund orð.  

Það er varla hægt að sýna það skýrar hversu miklu máli skiptir að allir nemendur grunnskólans lesi daglega.

Munum að lestur þarf að þjálfa reglulega, rétt eins og hverja aðra íþrótt.  Annars nær maður ekki góðum árangri.