Ýmislegt brallað í nóvember

Dansað í kringum jólatréð
Dansað í kringum jólatréð

Foreldrafélagið stóð fyrir jólaföndri s.l. laugardag hér í skólanum og á sama tíma rak 10. bekkur kaffi- og vöfflusölu til styrktar ferðasjóðs nemenda.  Dagur íslenskrar tungu var að venju haldinn hátíðlegur í setustofunni með framlagi ,,sléttutölubekkjanna", þ.e. 2., 4., 6., 8. og 10. bekkjar.  S.l. föstudag fóru allir nemendur og starfsfólk út í myrkrið og tendruðu jólaljósin jólatrénu á stétt skólans, á ártalinu og stjörnunni í Reykjarhólnum. Stefán lék undir á harmonikku og  sungið var og dansað í kringum jólatréð.   Ekki má svo gleyma sjálfri árshátíð yngri bekkja, Ávaxtakörfunni sem sett var upp 18. nóvember fyrir fullum Miðgarði. Leikstjórn var í höndum Jennýjar Láru Arnórsdóttur.

Myndir frá þessum atburðum eru á google-síðu skólans