Í vor tóku 4 nemendur úr Varmahlíðarskóla þátt í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Þeir Jón Hjálmar og Svend Emil unnu til bronsverðlauna í flokki 6. bekkinga með plastþjöppunni sinni. Plastþjappan er sett aftan á dráttarvél og í henni er rúlluplast þjappað saman. Fengu þeir félagar glæsileg verðlaun s.s. Sony ActionCam frá Nýherja, Gjafabréf í FabLab, ferðalag til Vestmannaeyja í boði Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Gjafabréf í Háskóla unga fólksins vorið 2016 í boði HÍ og Gjafabréf í IKEA að verðmæti 20.000 kr. Í dag halda þeir félagar af stað til Vestmannaeyja til að skoða Fablab smiðjuna þar. Þar munu verðalunahafarnir dvelja í tvo daga.