Vel heppnuð Þjóðleikshátíð Á Egilsstöðum

Á fimmtudaginn s.l. frumsýndi hópurinn leikritið í Menningarhúsinu Miðgarði og má segja að áhorfendur hafi hlegið mikið og skemmt sér vel.

Þetta er í annað sinn sem Varmahlíðarskóli tekur þátt í Þjóðleik.  Markmið með verkefninu er að:

  • Að efla leiklist á landsbyggðinni.
  • Að vekja áhuga ungs fólks á leiklist og efla læsi þess á listformið.
  • Að tengja Þjóðleikhúsið á lifandi hátt við landsbyggðina.
  • Að miðla af fagþekkingu leikhússins til leikhúsáhugafólks í landinu.

Nokkrar myndir náðust af okkar fólki, bæði í góða veðrinu úti og á sviði á Sláturhúsinu á Egilsstöðum.