Um þessar mundir eru miklar vegaframkvæmdir á veginum upp að Varmahlíðarskóla. Stór og mikil vinnutæki að störfum sem vegfarendum getur stafað hætta af. Nemendur skólans hafa ekki leyfi til að yfirgefa skólalóð á skólatíma. Í vettvangsferðum okkar með nemendur leggjum við áherslu á að nota gönguleiðir sunnar eða norðar í hverfinu.
Nú þegar íþrótta- og tómstundastarf fer af stað og umferð gangandi barna eykst að loknum skóladegi biðlum við til foreldra að eiga samtal við börnin um að ganga ekki veginn þar sem framkvæmdirnar eru. Það er afar mikilvægt að allir vegfarendur sýni sérstaka aðgát og þolinmæði. Þannig tryggjum við betur öryggi okkar og annarra.