Við lentum því miður í tæknilegum vandkvæðum við fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í morgun líkt og aðrir skólar á landinu. Nokkuð fljótlega leystist úr vanda flestra nemenda sem náðu að ljúka prófi. En eftir ítrekaðar tilraunir og viðvarandi vandkvæði ákváðum við að fresta töku prófsins hjá hluta hópsins. Frekari ákvörðun um hvenær hægt verður að leggja íslenskuprófið fyrir aftur verður tekin næstu daga.
Menntamálastofnun hefur sent frá sér tilkynningar og biður alla hlutaðeigandi afsökunar á þeim vanda sem upp kom við fyrirlögn íslenskuprófsins í morgun. Talið er að búið sé að greina vandamálið og að fullnægjandi lausn liggi fyrir. Ekki sé ástæða til að ætla annað en að prófakerfið virki í fyrramálið. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að halda óbreyttri áætlun um próf í stærðfræði á morgun, fimmtudag og ensku á föstudag