Eflaust kannast margir við þessi orð úr ljóði Tómasar Guðmundssonar. Þar er fjallað um gönguferð sem er nokkuð erfið þegar klöngrast er um skriður og kletta. Nemendur á miðstigi eru nú að fást við það að teikna landslag. Þar er meðal annars æfing í því að teikna fjöll, en þó svo að þau geti öll virst nokkuð svipuð, einkum úr fjarlægð, eru þau býsna ólík þegar betur er að gáð og kannski er það einmitt þess vegna sem það getur verið talsverð íþrótt að teikna þau og mála.