Upplestarhátíð 7.bekkjar

Nemendur í 7.bekk hafa um langt árabil tekið þátt í upplestrarverkefni. Hefst það alla jafna á degi íslenskrar tungu og er svo fram haldið uns kemur að lokahátíð sem er alla jafna í mars. Á tímabilinu fá nemendur æfingu í því að lesa upp ljóð og sögur fyrir samnemendur sína og geta þá spreytt sig á því að koma margs konar blæbrigðum og túlkun til skila. Áður en kemur að lokahátíð héraðsins er hátíð í hverjum skóla þar sem valdir eru fulltrúar til þess að fara á lokakeppnina sem að þessu sinni fer fram þriðjudaginn 25.mars.