Nemendur á yngsta stigi eru að vinna með bókina Grænu skrefin sem leggur áherslu á umhverfismennt, t.d. endurvinnslu, matarsóun og fleira því tengt. Í dag fóru nemendur út með poka í hönd og týndu upp rusl í kringum skólann, íþróttahúsið og í skóginum. Síðan var farið að endurvinnslutunnunum hér við skólann og flokkað úr pokunum í þær. Nemendur voru mjög áhugasamir í ruslatínslunni og margir höfðu orð á því hversu mikið af rusli væri í umhverfinu okkar, sem þeim þótti mjög miður.