Þennan dag koma nemendur í fötum sem einkenndi gamla tímann s.s. ullarföt, pils, svuntur, höfuðföt, skyrtur og fleira í þeim dúr. Haldin var dagskrá í setustofunni þar sem nokkrir bekkir komu fram með leikrit og söngva og síðan borðuðum við saman góðan þorramat þar sem nemendur voru afar duglegir að smakka allskonar góðgæti.